Mótssvæðið er í göngufjarlægð frá öllum skólagistingum, tjaldsvæði, matvöruverslun og sundlaug.
Hundar eru ekki leyfðir á vallarsvæðinu og ber öllum að virða það.
Áhorfendur eru beðnir um að virða takmarkanir og línur hvað vellina varðar og að færa sig af áhorfendasvæðinu eftir að liðið þeirra hefur lokið leik til að hleypa áhorfendum í næsta leik að. Munum að ganga vel um og henda rusli í
ruslatunnur.
Við biðlum til ökumanna að fara varlega í umferðinni, ekki leggja uppi á grasi eða við gangbrautir. Lögregla mun hafa eftirlit á svæðinu og grípa til viðeigandi úrræða ef bílum er ólöglega lagt.
Meðfylgjandi mynd sýnir hvar hægt er að finna bílastæði en við hvetjum sem flesta til að fara fótgangandi.


