Skagafjörður býður upp á fjöldan allan af skemmtilegri afþreyingu.
Frítt er í sund í sundlaugum Skagafjarðar gegn framvísun
þátttökuarmbands. Sundlaugar eru staðsettar á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi.
Sundlaug Sauðárkróks
- Föstudagur: 06:50 – 21:00
- Laugardagur: 10:00 – 18:00
- Sunnudagur: 10:00 – 17:00
Sundlaug Varmahlíðar
- Föstudagur: 12:00 – 21:00
- Laugardagur: 10:00 – 18:00
- Sunnudagur: 10:00 – 18:00
Sundlaug Hofsósi
- Föstudagur: 07:00 – 20:00
- Laugardagur: 10:00 – 20:00
- Sunnudagur: 10:00 – 20:00
1238: Baráttan um Ísland
Keppendum á Króksmóti ÓB er boðinn 20% afsláttur af sýningunni 1238: Baráttan um Ísland þar sem gestum er boðið að taka þátt í og upplifa sögu Sturlungaaldarinnar sem aldrei fyrr.
Heimsókn á sýninguna er skemmtileg, fræðandi og gott hópefli fyrir liðin. Bókanir fara fram í gegnum síma 588-1238 en nánari upplýsingar um sýninguna má finna á http://www.1238.is.
Molduxi Trail
Spennandi utanvegarhlaup í fallegu umhverfi Skagafjarðar sem fram fer þann 8. ágúst!
Um er að ræða einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar, hreyfa sig og eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.
Litli skógur – gönguleiðir – Frisbígolfvöllur
Skógurinn er staðsettur fyrir ofan heimvist FNV eða Hótel Miklagarð eins og vistin heitir á sumrin. Sauðáin rennur í gegnum skóginn. Margir stígar liggja í og um Litla skóg og því hægt að finna skemmtilegar göngu/hlaupaleiðir þar. Einnig er frisbígólfvöllurinn staðsettur í Litla skóg. Gömul sundlaug er staðsett innarlega í skóginum, þar sem krökkum þykir skemmtilega að busla í á sólríkum sumardegi.
Ærslabelgur
Er staðsettur norðan við sundlaugina á Sauðárkróki og er opin frá kl. 10:00-22:00. Minnum á að fara eftir reglum og ganga vel um svæðið.
Golfvöllur – Hlíðarendavöllur
Golfklúbbur Skagafjarðar heldur úti 9 holu golfvelli uppi á Nöfum, rétt hjá tjaldsvæði mótsins.
Fjaran – sandarnir
Fjaran teygir sig frá Sauðárkróki og alla leið að ósi Héraðsvatna og er um 5 km löng. Fjaran er vinsælt göngusvæði og þar er m.a hægt að sjá bátsflak Ernunnar.