
Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári. 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025.
Spilaður er 5 manna bolti. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi.
Verðlaun í mótslok: Sigurlið (1. sæti) hvers riðils fær afhentan bikar í lok
mótsins sem afhendist við íþróttahús.
Á mótunum eru keppendur mörg hver að taka sín fyrstu skref á fótboltavellinum, þau eru að læra og búa til minningar. Þetta á einnig við um þjálfara, dómara og sjálfboðaliða. Foreldrar og aðrir eru hvattir til að sýna fyrirmynd og vera þátttakendur í góðum minningum.
Sjúkravörur: Í íþróttahúsi er hægt að nálgast plástra, klaka ofl. fyrir minniháttar
meiðsli. Ef grunur er um alvarlega áverka skal alltaf hringja í 112.
Tapað/fundið: Allir óskilamunir sem verða eftir á mótssvæðinu, meðan á
mótinu stendur, enda í íþróttahúsinu eða Árskóla.