Keppendur gista í Árskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Gististaðir opna kl. 18:00 á föstudegi. Í sumum stofum eru ekki gardínur og því gott ef að gert er ráð fyrir því með svefngrímum eða öðru. Ekki er heimilt að hylja glugga með ruslapokum. Skólahúsum verður læst klukkan 24:00 og ef
einhver er úti eftir klukkan 24:00 þarf hann að hringja í fararstjóra og láta hleypa sér inn ekki húsvörð eða annað gæslufólk. Gæsla verður til 24:00 en eftir það er hægt að hafa samband við vaktsíma gististaða ef þörf er á.
Hvorki hnetur né möndlur eru leyfðar inn á gististöðunum og mikilvægt að virða þær reglur vegna bráðaofnæmis.
Umgengnisreglur í gistingu
- Allir gististaðir eru hnetu- og möndlulausir.
- Hvert félag fær stofu/stofur til umráða sem það skal sjá um að halda hreinum meðan á mótinu stendur (þar með talið salerni). Verði einhverjar skemmdir ber félagið
ábyrgðina. - Í hverri stofu verður að vera fararstjóri. Keppendur mega
aldrei vera einir í stofunum, hvorki að nóttu né degi. - Ró á að vera komin á klukkan 22:00.
- Hlaup á göngum eru bönnuð.
- Boltar eru bannaðir innan dyra.
- Alla skó skal geyma í anddyri skólanna. Það á enginn að
ganga á útiskóm um ganga skólanna. - Það eru vinsamleg tilmæli að nota einungis einbreiðar
vindsængur.


Færðu inn athugasemd